GANGHESTAR
Þjálfun | Kennsla | Sala | Tamningar
Ganghestar er alhliða hestamiðstöð þar sem boðið er upp á hefðbundna þjónustu við hestafólk, kaup og sölu á hrossum, reiðkennslu, frumtamningar og þjálfun á kynbóta- og keppnishrossum. Eigendur fyrirtækisins eru hjónin Sigurður Vignir Matthíasson og Edda Rún Ragnarsdóttir, sem bæði eru þekkt hestafólk og knapar í fremstu röð.

ÞJÓNUSTAN OKKAR
Við getum hjálpað þér að finna draumahestinn þinn, aðstoðað þig við að verða betri knapi eða tekið hestinn þinn í þjálfun.



Ert þú að leita að draumahestinum? Við getum aðstoðað við leitina.
Vilt þú verða enn betri knapi? Við bjóðum upp á kennslu við allra hæfi.
Þarf að þjálfa eða temja hestinn? Við tökum að okkur hvoru tveggja.
"Að eiga góðan, traustan og fallegan töltara er eitthvað sem flestir hestamenn sækjast eftir."
