top of page
UM OKKUR
Sigurður og Edda Rún hafa rekið fyrirtækið Ganghesta ehf. frá árinu 2001, en bæði hafa þau starfað mun lengur í faginu. Edda Rún starfaði við reiðskólann í Fáki frá árinu 1993 og hefur haft tamningar að aðalatvinnu frá árinu 1999. Sigurður hefur haft tamningar að aðalstarfi frá árinu 1993 og jafnframt sýslað við hestasölu og útflutning hrossa.
Samhliða rekstri Ganghesta reka þau Reiðskóla Reykjavíkur. Ganghestar eru með aðsetur að Fákabóli 3, sem er staðsett rétt við Félagsheimili Fáks og er starfsemi í gangi þar allan ársins hring.
Sigurður og Edda Rún eru sjálf aðal starfsmenn fyrirtækisins.
bottom of page